Um helgina afrekaði ég að fara í eitt partí og tvö þrítugsafmæli. Geri aðrir betur! Að öðru leyti leið helgin bara í leti minnir mig, en ég man nú ekki neitt stundinni lengur þessa dagana. Ég man þó að í dag eru nákvæmlega þrjár vikur í áætlaðan komudag Krílis og af því tilefni ætla ég að pakka niður í tösku því sem þarf að fara með á fæðingardeildina. Þarf því að skreppa í Hagkaup og kaupa ópal. Er búin að kaupa fullt af inneign á símann minn svo ég þarf líklega ekki að nota tíkallasímann. Heyrði reyndar í fréttum um daginn að það væri verið að taka niður flesta tíkallasímana því þeir væru ekki notaðir lengur nema sem dægrastytting fyrir skemmdarvarga.
Skröggur eldaði kvöldmatinn í gær, sem er svosem ekki í frásögur færandi nema hvað að hann fór út á svalir og grillaði í myrkri og kulda!
Óléttusundbolurinn datt í sundur á föstudaginn svo ég verð að mæta í bikiníi í sundið í dag. Æði! Eins gott að það er ekki langt eftir :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli