12. nóvember 2005

Var boðið í sextugsafmæli í kvöld. Sextugi maðurinn heldur sameiginlega veislu með dóttur sinni sem er fertug. Ég nennti engan veginn að fara, ætla að eyða kvöldinu í faðmi sælgætis og sjónvarps. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema hvað að ég er að skrópa í veislu einnar frægustu tónlistarfígúru sem Ísland hefur alið.

Annars er ekkert í fréttum nema ég er orðin hundleið á að vera ólétt og vil bara fara að drífa í þessu...

Engin ummæli: