Ég er ekkert latur bloggari, ég hef bara frá svo miklu að segja að það verður yfirþyrmandi og ég fæ kast og get ekki bloggað...
Hver dagur er pakkaður. Þegar ég vakna er ég mamma. Þegar ég er í vinnunni er ég deildarstjóri. Þegar ég kem heim úr vinnunni er ég mamma, þvottabuska og námsmaður. Á kvöldin er ég búin á því.
Samt er ég búin að gera helling. Búin að fara til Kaupmannahafnar í stelpuferð, byrja á öðru sundnámskeiði með He-man litlagrís og byrja að iðka körfubolta einu sinni í viku (já hlæðu bara). Búin að fara á tónleika með Nick Cave, fá mér almennilega klippingu og kaupa fullt af fínum taubleyjum. Svo er ég búin að gera miklu meira sem ég man bara ekki eftir því afkastageta heilans verður verri með hverju barni...
Það er reyndar fínt að vera orðin svona minnislaus og rugluð, maður er miklu afslappaðri eitthvað og sannast þá máltækið "sælir eru fattlausir því þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir".
Það er gaman í vinnunni. Það er gaman að prenta út leiðbeiningar og fyrirmæli og setja í rauða möppu. Það er gaman að hringja út um allar trissur og redda málum. Einna skemmtilegast er þó að tala við apana sem búa á neðri hæðinni, sérstaklega þann sem heldur að hann sé flóðhestur og finnst gaman að snúast á plötuspilaranum.
1 ummæli:
ég VERÐ að fara að koma í heimsókn til þín í vinnuna! ;)
Skrifa ummæli