21. júní 2007

Í dag fór ég á fasteignasöluna, skrifaði nafnið mitt á óteljandi pappíra og óteljandi sinnum og borgaði margar milljónir. Pappírssnepillinn Umboð var félagi minn í þessum kaupum þar sem maki minn Skröggur er norður í Rassgati að kenna. Ég vona að Umboð hafi tekið vel eftir því sem fram fór því ég var hálfsofandi yfir smáa letrinu sem var lesið frá orði til orðs eintóna röddu.

Þar sem ég er nú sjómannsekkja hefur He-man þurft að flakka meira á milli fólks en áður. Í þessari viku hefur hann farið jafn oft í pössun og síðasta árið. Hann er kominn með snert af áfallastreituröskun í kjölfarið og vaknar upp með látum til að athuga hvort mamman sé þarna nálægt. En plúsinn við þetta er að hann hefur loksins fundið ástæðu til að segja "mamma". Og var kominn tími til, barnið að verða 19 mánaða gamalt! Það er töluvert sætara að vera "mamma" en "koddu". Svo hef ég hvergi lesið að börn læri að jarma og mjálma áður en þau segja "mamma"... kannski ég ætti að endurskoða samskiptin á heimilinu!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

frusssss! tími til kominn að fá þennan mikilvæga virðingarstall :D

Til hamingju annars Gríshildur, Umboð og allesammen með nýju íbúðina!!!

Nafnlaus sagði...

Tek undir með Ronju. Hjartanlega til hamingju með titilinn orðaða, nýju íbúðina og bara allt.
Ég tek þig á orðinu með kaffið!
Lynja

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með íbúðina!
Einhversstaðar las ég að ef börn skríði ekki á 4, þá verði þau léleg í stærðfræði - alveg viss um að ef He-man verður lélegur í kristinfræði þá er það þessu tímaskeiði að kenna ... Hlýtur að vera einhver rannsókn sem styður það!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með undirskriftirnar og milljónirnar :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með titilinn, íbúðina og lífið allt :)