9. nóvember 2007

Í þessari viku var ég ofurkona í 100% vinnu og 100% námi. Með risastórt samviskubit yfir vanrækslu á afkvæmunum. Skröggur var ofurhúsfaðir með 100% eldamennsku og 100% uppvask auk þess að vera ofurpabbi. Í kvöld erum við bæði úrvinda.

Dugfús Bambi er væntanlegur 25. mars.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ó ég hafði semsagt rangt fyrir mér, ekki stelpa heldur mini-man á leiðinni?

Til hamingju með það :)

p.s. þið eruð algert ofurfólk, það er alveg á hreinu!

Gríshildur sagði...

Miniman :-D gott vinnuheiti!

Nafnlaus sagði...

Æ, kannast við þessi einkenni. Heitir þetta ekki mömmumórall á góðri íslensku?