Þar sem að ég verð heima með hlaupabólukarlinum mínum á morgun er ég komin í margra daga jólafrí. Svo framarlega sem ekkert kemur upp á í vinnunni.
Bóluman fór í matarsódabað og á eftir reyndi ég að maka á hann hvítu AD kremi. Honum leist nú ekki vel á það, jafnvel þótt ég tæki stóra slummu af kreminu og setti á nefið á mér til að sýna að þetta væri nú bara gaman... en þetta hafðist að lokum.
Við kúrðum í sófanum en vorum trufluð af póstinum sem kom með jólapakka. Svo voru tennur burstaðar og sá stutti lagðist þægur í rúmið og steinsofnaði. Stuttu síðar fór mig að klæja í nefbroddinn og mundi þá eftir kremklessunni. Og fattaði hvers vegna pósturinn horfði svona undarlega á mig...
2 ummæli:
hahhaahaha... minnir mig á þegar ég labbaði með lítinn pappírsbút á enninu í gegnum hálfan vesturbæinn :) gaman að vera utan við sig..
Þetta er svona hvunndagshetju moment
Skrifa ummæli