Enn er allt með kyrrum kjörum. Aftur reynt að hreyfa við belgnum í morgun en það gekk ekki. Fer á miðvikudaginn í monitor og mat á meðgöngudeild (hvað eru mörg "m" í því?) og svo verður reynt að koma fæðingu af stað á föstudaginn ef ég verð ekki orðin léttari þá.
Ég sé allavega fyrir endann á meðgöngunni í þessari viku :)
5 ummæli:
Við skulum nú krossa fingur og vona að þú farir sjálf af stað.
kv.Anna Svandís
p.s var að vonast til ég ætti að sækja á leikskólann í dag:) Er plan A eða B í gangi ??
Ji spennandi...krossa líka fingur og vona að þú farir sjálf af stað :) Gangi þér vel, kæra vinkona
Krossa putta hér. Þessir aukadagar fram yfir 40 vikurnar eru bara óþolandi endalausir að líða.
En á meðan allt er í lagi þá hafa krílin svosem bara gott af því að fá að vera svolítið lengur.
En vonandi er þetta bara aprílgabb :)
Vonandi að þú farir sjálf af stað...ég hef þangað til annað kvöld, þá verð ég sett af stað - komin 42 vikur!! Er ekki beðið svona lengi í Rvk eða hvað???
kv. Fríður
Takk stelpur :)
Fríður, ég er á sér díl... annars gilda 42 vikur í Rvk líka :)
Skrifa ummæli