Svei mér þá. Stundum tekst mér það sem ég ætla mér. Lokaverkefnið mitt er semsagt tilbúið til yfirlestrar hjá leiðbeinanda og ég ætla að skila því á morgun. Og enn eru 9 dagar eftir af 40 vikunum. Kannski næ ég að klára fullt meira áður en barnið kemur. Að minnsta kosti skal ég komast í hársnyrtinguna mína á morgun.
Grísastelpa er komin til okkar í páskafrí og það er gaman. Svo gaman að hún fær prinsessumeðferð þannig að ég er ekki ennþá farin að láta hana taka úr uppþvottavélinni. Skröggur er líka kominn í páskafrí í vinnunni. Aumingja hann að þurfa að umgangast mig svona mikið á næstunni. Ég er nefnilega komin með einhvers konar fullkomnunaráráttu sem gerir Skrögg að fórnarlambi því ég er allt of feit til að geta gert hlutina sjálf.
5 ummæli:
Þú ert ofurkona...vissi það alltaf;) Til hamingju með áfangann!
Kv. Ingaló
Glæsilegt að vera tilbúin með lokaverkefnið til yfirlestrar:) Til lukku með það:)
Já og bara 8 dagar í 40 vikurnar...2 hjá mér og þú mannst - bannað að vera á undan:)
kv. Fríður
til lukku duglega kona!!! en vá teljarinn segir 7 dagar eftir!
Vonandi geturðu setið á rassinum og látið skrögg og grísastelpu þrífa öll horn ;)
Helga ofurkona!
Til hamingju með þetta og vá hvað er stutt eftir á mælistikuni... alveg að koma barn :D
Hjartanlega til hamingju með allt.
Njóttu þess að láta stjana við þig
Lynja
Skrifa ummæli