10. ágúst 2008

Furðulegt háttalag konu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag

Gestir Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal ráku upp stór augu í dag þegar kvenkyns gestur garðsins hóf skyndilega að dansa furðulegan stríðsdans, ýtti frá sér ungum dreng sem var með henni í för og henti íspinna sem hún hélt á út í runna. Þegar rann af henni hamurinn sótti hún ísinn aftur þurrkaði af honum mestu moldina og rétti barninu. Þau héldu svo sína leið.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahaha :D:D hvað var á íspinnanum? býfluga? geimvera? :D

Nafnlaus sagði...

Ansans, eru geitungarnir mættir...

Nafnlaus sagði...

Guð ég skil þessa konu mætavel ef um geitung var að ræða.

Ekki einungis eru þeir búnir að vera hrella mig hérna síðustu vikur heldur gerðist eitt kvikyndið svo ósvífið að stinga mig um helgina!

Nafnlaus sagði...

Hvernig er þetta með hana Gríshildi, er hún bara í mótmælum alla daga með Skywalker og hefur engan tíma til þess að blogga? Annars heyr, heyr - þessi stétt (og margar aðrar) eiga að fá sína hækkun og hananú!!!