4. apríl 2006

Svo skemmtilega vildi til um daginn að skipulagsleysi systkina pabba varð til þess að ég græddi fermingargjöf sem samanstóð af nokkuð mörgum þúsundköllum. Pabbi sagði mér að kaupa mér eitthvað fyrir peninginn, t.d. föt. Síðan ég fékk fatapeningana hef ég verið að hugsa um hvað mig langi helst í og vanti. Það myndu helst vera buxur. En málið er að það er bara ekkert upplífgandi að máta buxur þegar magaskinnið er a.m.k. þremur númerum of stórt. Því hef ég ákveðið að eyða fermingarpeningunum mínum í rafrænt magafegrunartæki. Nema ég gúffi í mig allt fríhafnarnammið til að fylla upp í pokann og kaupi mér svo bara risastórar buxur...

Það er ekkert auðvelt að vera fermingarbarn nú til dags.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff, láttu mig vita hvernig magafegrunartækið virkar. Þó að ég eigi ekki fermingarpeninga þá væri þess virði að fjárfesta í svona græju ef hún skilar árangri!!!!
En er ekki hægt að vera með töfratækið á sér OG borða 2 kg. af súkkulaði??

marta sagði...

ef maður er með tækið á sér OG borða súkkulaði þá hlýtur maður að standa á núlli ;)
en verði þér að góðu og skemmtu þér vel í tækinu :)
og velkomin til baka Gríshildur Grámann.