Hvað á það eiginlega að þýða að verða flughrædd á gamals aldri? Mig langaði til að grenja í dag þegar flugstjórinn tilkynnti að hann þyrfti að breyta stillingu á mótorum vegna ísingar. Hélt fast um hálfsofandi krílið mitt sem saug brjóstið í makindum, kúrði mig upp við Skrögg og beið eftir að flugvélin hrapaði. Algjörlega ástæðulaust hræðslukast, það var allt "under control" í flugstjórnarklefanum. Líklega verður maður hálfgeðbilaður af barneignum.
Flestir karlmenn með ristruflanir reykja samkvæmt nýjustu rannsóknum. Héðan í frá á ég eftir að eigna öllum reykjandi körlum sem ég sé að ná ekki lillanum upp... múhahaha!
5 ummæli:
ohhh flughræðsla er hryllingur.
...og já ég mundi líka tryllast ef flugstjórinn ætlaði að breyta stillingu á mótorum í miðju flugi!! hvað á það að þýða??!!?
Trúi ekki á þetta ;)
Úff já ég myndi sko grenja.
Það er ekkert grín að vera flughræddur...
Eins gott að flugvélin tók ekki góða dýfu í leiðinni.... þá er hætt við að eitt grísahjarta væri enn niðri í buxum ;)
tók upp flughræðslu þegar ég var tæplega tuttugu og níu ára og án afkvæmis. ég er líka bílhrædd, meika ekki draugasögur og horfi aldrei á óggislegar myndir.
ég held að ég sé átta ára. pínu smá. já.
Skrifa ummæli