16. október 2007

Ansi var nú gaman í dag þegar He-man varð skyndilega veikur inni á veitingastað og ældi yfir sig allan. Sem betur fer vorum við bara á macdonalds. Þá rámaði mig í grein í blaðinu um daginn þar sem var sagt frá alls kyns óbjóði sem leynist í mat á skyndibitastöðum. Varð þá nokkuð fegin að uppgötva að stubburinn var kominn með hita. Mun skárra að fá alvöru pest en matareitrun af saurgerlum frá macdonalds.

Er búin að vera að brasast í að búa til starfskenningu. Það gengur ekki vel því ég er svo neikvæð. Ég ætti að útskrifast sem and-þroskaþjálfi ef ég þá næ einhverntímann að útskrifast úr þessu námi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hobbohoj, ælupestir eru hressandi! Ég vona að he-man litli smiti ekki restina af fjölskyldunni.

Já og p.s. ég held að örverpið sé stelpa, það hlýtur að vera lítið she-la á leiðinni :)

Nafnlaus sagði...

ekki hissa á að það gangi illa að búa til starfskenningu - ég veit ekki einu sinni hvað það er:-D Hef aldrei heyrt þetta fína orð áður.