Í dag eru tvö ár síðan snúðurinn hann He-man kom í heiminn. Hann skaut okkur skelk í bringu með því að vera blár og slappur fyrstu mínúturnar en hann var sem betur fer fljótur að ná sér og útskrifaðist af vökudeild eftir að hafa verið þar undir eftirliti í klukkutíma. Fyrst leit hann út eins og lítið lukkutröll með mikið hár sem stóð beint út í loftið og þrefalda undirhöku af velsæld. Við biðum spennt eftir fyrsta brosinu hans og þegar það loksins kom var það ekki sparað. Svo hófust alls konar líkamsæfingar og hljóðprufur. Hann var samt ekkert að flýta sér að hlutunum, byrjaði t.d. ekki að ganga fyrr en um 13-14 mánaða. Núna hleypur hann um allt og hefur ótrúlegt úthald. Svo fannst honum ástæðulaust að vera blaðrandi út í eitt þar til nú fyrir skemmstu. Þessa dagana bætast við ný orð á hverjum degi og hann kemur stöðugt á óvart með orðaforðanum.
Á hverjum degi gleðst ég yfir litla skrítna strákgorminum mínum. Svo ég gerist nú væmnust í Vesturbænum þá kom hann til okkar sem ljós í myrkri...
8 ummæli:
Afsakið mig meðan ég kem með klisju, tvö ár?!?! Almáttugur hvað tíminn líður hratt!
Til hamingju með fallega prinsinn.
Börnin eru ljósin okkar og um að gera að gleðjast sem oftast með þeim, þau klára jú uppeldið á okkur sjálfum! Farðu varlega í jólabaksturinn. Kveðja frá Akureyri, Gunnþór Eyfjörð
Hann er bara yndislegur!
Hamingjuóskir og knús með daginn í gær :)
Innilega til hamingju með drenginn. Ljósið er ljúft.
til hamingju með daginn :)
Væmniskveðja frá mér...
(stundum bara vandræðanlegt hvað maður verður meir yfir þessum börnum, ég er strax farin að kvíða jólaskemmtun leikskólans, ég gæti farið að skæla yfir því hvað þau eru sæt... )
Til hamingju með litla fallega snáðann :-*
knúsíkrús
æj þetta er ég hérna fyrir ofan
Hann er heppinn ad eiga svona otruglega skemmtilega mommu, thessi drengur. Kannski er thess vegna sem hann brosir svona mikid. Til lukku med arinn tvo allir a egilsstodum(seltjarnarnesi)
Unnar Geir
Skrifa ummæli